PERMA sjálfvirkir smurskammtarar eru gerðir til að smyrja staka smurstaði.
Um er að ræða fjórar mismunandi gerðir, PERMA Classic, PERMA Futura, PERMA Star og PERMA Nova.

PERMA Classic og PERMA Futura vinna á sömu grunnhugmynd, þ.e. að tafla sem sett er í sýrubað leysist upp og myndar gas. Við það belgist blaðra inni í hylkinu út og þrýstir feitinni inn í leguna. Töflurnar eru fáanlegar í fjórum mismunandi styrkleikum, 1 mánaða GUL, 3 mánaða GRÆN, 6 mánaða RAUÐ og 12 mánaða GRÁ. Munurinn á Classic og Futura er sá að Classic er úr málmi en Futura úr plasti. Vinnuhitastigið er  0°C til + 40°C. Einnig er fáanlegur PERMA Classic FROST fyrir allt að -25°C og notar hann þá sér tappa. 

PERMA Star er rafhlöðuknúin með mótor sem keyrir stympilinn niður og dælir feitinni út. Hann er með innbyggðum stjórnbúnaði þar sem hægt er að velja endingartímann 1-3-6 eða12 mánuði og hægt er að fá þrjár mismunandi stærðir af feitishylkjum 60 cm³, 120 cm³ og 250 cm³. Drifbúnaðurinn er margnota, einungis skift um rafhlöðu og feitishylki.

                                                             

PERMA Nova er nýtt á markaðnum. Hann byggir á nýrri tækni þar sem rafstraumur er notaður til að mynda gas. Hann er stillanlegur á 1-12 mánuði og vinnuhitastig hans er - 20°C til + 60°C. Hann hefur innbyggðan hitanema sem skynjar umhverfishitann og stýrir þrýstingnum miðað við það. Innihald 130 cm³ . Max þrýstingur 6 bar. Einangrun IP 65.

PERMA smurskammtarana eigum við á lager með alhliða-, háhita- og matvælafeiti svo og keðjuolíu.
Aðrar olíur og feitistegundir er hægt að sérpanta.